154. löggjafarþing — 104. fundur,  30. apr. 2024.

tekjuskattur.

918. mál
[15:18]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel að það sé mikilvægt, og það er það sem ég og við í meiri hlutanum og ég tel raunar við öll í efnahags- og viðskiptanefnd höfum lagt upp með í þessari vinnu, að með þessu lagafrumvarpi sé verið að fylgja eftir og gera að lögum þann stuðning sem ríkisstjórnin kemur með inn í kjarasamningsviðræðurnar. Hér er útfærslan lögð til og það er verið að hnykkja á varnöglum einmitt til þess að sú útfærsla gangi upp. Það er það sem við höfum lagt til grundvallar í allri okkar vinnu, þ.e. að það sem lagt er upp með í kjarasamningum standi og að það skili sér.